Forsíða


Nýjar myndir


Elstu bílarnir


170/220


190SL/300SL/300


Ponton


Pagoda


Heckflosse


W108/W109


W114/W115


W107


W116

W108 & W109 (1965 - 1972) 



250S, 250SE, 300SE, 280S, 280SE, 280SEL, 280SE3.5, 280SEL3.5, 280SE4.5, 280SEL4.5 (W108)
300SEL, 300SEL3.5, 300SEL4.5, 300SEL6.3 (W109)
 

 

---

 

W108

 

 

Myndin er tekin við Þormóðsholt snemmar vors 2003 Myndin er tekin við Þormóðsholt snemmar vors 2003 Myndin er tekin við Þormóðsholt snemmar vors 2003 Myndin er tekin við Þormóðsholt snemmar vors 2003

Tegund

250S, sjálfskiptur

Árgerð

1966

Eigandi

S. Þröstur Tómasson, Þormóðsholti

Aðrar upplýsingar

[05/2003] Þessi bíll er staðsettur á Þormóðsholti í Skagafirði og er hann merkilegur fyrir þær sakir að hann er einn af fyrstu w108 bílunum sem framleiddir voru. Hann er framleiddur snemma árs 1966 og ber raðnúmerið 290.

 

 

Mynd: Við vinnustað eiganda í Dugguvogi Mynd: Við vinnustað eiganda í Dugguvogi Mynd: Við vinnustað eiganda í Dugguvogi Mynd: Við vinnustað eiganda í Dugguvogi 

Tegund

250S, beinskiptur

Árgerð

1966

Eigandi

Þráinn Sigtryggson

Landbúnaðarráðuneytið, 1966-1969

Aðrar upplýsingar

[01/2002] Bíllinn var upphaflega í eigu Landbúnaðarráðuneytisins, en var keyptur af núverandi eiganda um 1969. Bíllinn þarfnast viðhalds og er mikið keyrður (eigandi sagðist hafa tekið vélina upp eftir 500.000km akstur). Fjöðrun að aftan er í ólagi og er bíllinn þess vegna verulega siginn að aftan. Eigandi segist lyfta honum reglulega upp með gólftjakk og að sögn hangir hann þannig í nokkra mánuði. Þegar myndin var tekin voru drullusokkarnir farnir að snerta götuna. Bíllinn var sprautaður fyrir um 15 árum og er undirvinnan mjög gróf. Það sést að skipt hefur verið um sílsa og soðið í botn, en að öðru leyti virðist bílinn að mestu óryðgaður þó hann sé grófur.

 

 

Myndin er tekin í ruslageymslu í Esjumel í september 2003    

Tegund

250S

Árgerð

196?

Eigandi

Garðar Schiöth Sigurðsson

Aðrar upplýsingar

[09/2003] Þessi bíll stendur inni í geymsluhúsnæði við hliðina á bílageymslum Fornbílaklúbbsins við Esjumel. Þetta virðist vera 250S bíll sem einhvern tíman hefur verið byrjað uppgerð á, en eins og annað í þessari geymslu þá hefur verkið tafist eitthvað örlítið.

 

 

Mynd: Við heimili eiganda á Hávallagötu í júní 2001. Mynd: Við heimili eiganda á Hávallagötu í júní 2001. Mynd: Við heimili eiganda á Hávallagötu í júní 2001.

Mynd: Björgvin Ólafsson (sumar 2005) Mynd: Björgvin Ólafsson (sumar 2005) Mynd: Björgvin Ólafsson (sumar 2005) Mynd: Björgvin Ólafsson (sumar 2005)

Tegund

250SE, sjálfskiptur

Árgerð

1966

Eigandi

Alli Rúts

Þorvaldur Steinþórsson 2006-2007

Björgvin Ólafsson 2005-2006

Haraldur Hannesson, 1996-2005

Einar Magnússon, 1989-1996

Haraldur Hannesson eldri, 1971-1989

Björn Hallgrímsson, 1966-1971

Aðrar upplýsingar

[01/2002] Þessi bíll kom nýr til landsins og var fyrst í eigu Björns Hallgrímssonar og bar þá númerið R-92. Árið 1971 kaupir Haraldur Hannesson (eldri) bílinn og átti lengi. Seinna fær Haraldur Hannesson (yngri) hann og seldi til Einars Magnússonar skólastjóra sem seldi fyrri eiganda bílinn aftur og er bíllinn í höndum hans í dag.

[01/2005] Í janúar 2005 kaupir Björgvin Ólafsson bílinn og setur hann á númerið A-6700.

 

 

Mynd: Í bílskúr eiganda, líklega haustið 2003 Mynd: Í bílskúr eiganda, líklega haustið 2003 Mynd: Í bílskúr eiganda, líklega nálægt jólum 2004 Mynd: Í bílskúr eiganda, líklega nálægt jólum 2004

Tegund

250S, sjálfskiptur

Árgerð

1967

Eigandi

Sigurður Kristinn Pálsson

Aðrar upplýsingar

[12/2003] Bíllinn er í uppgerð á Akureyri. Eigandinn segist ætla að setja hann á götuna vorið 2004 og gaman verður að sjá myndir af honum við það tækifæri.

 

 

Mynd: Í bílageymslum Fornbílaklúbbsins í ágúst 2001.  Mynd: Í bílageymslum Fornbílaklúbbsins í ágúst 2001.  Mynd: Í bílageymslum Fornbílaklúbbsins í ágúst 2001.

Tegund

280S, beinskiptur

Árgerð

1968

Eigandi

Garðar Schiöth Sigurðsson

Aðrar upplýsingar

[09/2003] Myndir teknar í skemmu við Esjumel

 

 

Mynd: Björgvin Ólafsson, tekin á Akureyri. Mynd: Björgvin Ólafsson, tekin á Akureyri. Mynd: Björgvin Ólafsson, tekin á Akureyri.

Tegund

280SEL

Árgerð

1969

Eigandi

Jóhannes Kristjánsson

Aðrar upplýsingar

[03/2006] Bíllinn ber númerið A27 og er staðsettur á Akureyri. Sami eigandi hefur átt bílinn frá því 1972. Þó bíllinn virki svartur á myndinni, þá er hann dökkblár.

 

 

Mynd: Tekin af Rúnari Sigurjónssyni, fyrrverandi eiganda bílsins Mynd: Tekin í Sólheimum sumarið 2003

Tegund

280S

Árgerð

1969

Eigandi

Rúnar Sigurjónsson

Gunnar Már Gunnarsson 2003 - 2004

Hákon Árnason 1993 - 2004

Rúnar Sigurjónsson 1991 - 1993

...

Skjólgarður ehf, 1971-1988

Aðrar upplýsingar

[08/2003] Innfluttur notaður 1971, fyrsti eigandi Skjólgarður ehf, var í eigu þess til 1988. Eftir það eru 7 skammtímaeigendur, þar á meðal núverandi eigandi sem átti bílinn árinn 1991 til 1993. Búið er að rífa bílinn töluvert í sundur og eru tveir síðustu eigendur búnir að reyna við uppgerð. Tíma- og aðstöðuskortur hins síðari gerði það að verkum að bílinn hefur verið á hrakhólum allt síðan hann eignast bílinn árið 1998. Núverandi eigandi eignast hann aftur í febrúar 2004 í þeim tilgangi að forða honum frá glötun, ekki hefur verið tekinn ákvörðun hvort hann verður lagaður til eða gerður upp. Til gamans má geta þess að þessi bíll var m.a. ástæða þess að núverandi eigandi gekk í Fornbílaklúbb Íslands á sínum tíma, (en eins og kannski margir vita er hann með þekktari fornbílmönnum í dag).

 

 

 Mynd: Við Austurvöll í júní 2000.  Mynd: Við Austurvöll í júní 2000.  Mynd: Seltjarnarnes í júní 2000.  Mynd: Við Perluna í Öskjuhlíð í júní 2001.

Tegund

280S, sjálfskiptur

Árgerð

1971

Eigandi

Arinbjörn Gunnarsson

Sveinn Þorsteinsson 1999-2002

Gylfi Þ. Gíslason 1971-1999

Aðrar upplýsingar

[01/2002] Þetta er fyrrverandi ráðherrabíll Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráðherra. Hann átti og ók bílnum þar til hann seldi árið 1999 og var hann hann þá nánast ónýtur vegna ryðs. Skipta þurfti um allar hurðir, skott og húdd. Raunar hefði einnig þurft að skipta um flest bretti og þar með talið innribrettin að aftan. Bíllin var uppgerður og sprautaður við mjög þröngar og erfiðar aðstæður sem birtist líka í ójafnri áferð og sumstaðar hamraðari sprautun. Hann er þó fallegur við fyrstu sýn úr hæfilegri fjarlægð. Vélin er aðeins farin að slitna eins og vænta má og eyðir bíllinn eitthvað af olíu.

 

 

 Mynd: Við heimili eiganda í Hlíðarhjalla/Kópavogi í apríl 2001 Mynd: Við heimili eiganda í Hlíðarhjalla/Kópavogi í apríl 2001 Mynd: Við heimili eiganda í Hlíðarhjalla/Kópavogi í apríl 2001 Mynd: Við heimili eiganda í Hlíðarhjalla/Kópavogi í apríl 2001

Tegund

280SE (280S), beinskiptur *RIP*

Árgerð

1971

Eigandi

Gunnar Már Gunnarsson

...

Jóhann Hafstein, 1971-?

Aðrar upplýsingar

[01/2002] Innfluttur nýr og skráður fyrst þ. 11.11.70. Var fyrst í eigu Jóhanns Hafstein. Bíllinn er upphaflega framleiddur sem 280S, en skipt hefur verið um vél og honum breytt í 280SE. Hann var einnig upphaflega grænn á litinn, en hefur verið uppgerður og þá sprautaður svartur.

[11/2008] Bíllinn er að öllum líkindum ónýtur. Pólverji tók að sér að gera bílinn upp og klára fyrir sprautun, en guggnaði þegar hann var hálfnaður með verkið og hafði rifið hann allan í parta. Hann flutti síðan bílinn í geymslu til Sandgerðis, þar sem hann endaði úti og krakkar hoppuðu á toppinum, húddinu og skottlokinu. Allt gler í bílnum ver einnig brotið. Bíllinn stendur í dag við bæinn Bakkakot við Suðurlandsveg.

 

 

Mynd: Við heimili eiganda í Gnoðarvogi í júlí 2002. Mynd: Við heimili eiganda í Gnoðarvogi í júlí 2002. Mynd: Við heimili eiganda í Gnoðarvogi í júlí 2002. Mynd: Við heimili eiganda í Gnoðarvogi í júlí 2002.

Tegund

280SE

Árgerð

1970

Eigandi

Skorri Andrew Aikman

Bifreiðar & landbúnaðarvélar hf, 1999-1999

Einar Kárason, 1998-1999

Brimborg ehf, 1998-1998

Þórunn E Baldvinsdóttir, 1996-1998

Einar Magnússon, 1995-1996

Guðmundur Gunnlaugsson, 1994-1995

Björn Gunnlaugsson, 1993-1994

Guðmundur Gunnlaugsson, 1973-1993

...

Aðrar upplýsingar

[07/2002] Bíllin var upphaflega hvítur og er nú ljósbrúnn, fallegur á að líta og búið er að leðurklæða sætin.

 

 

Mynd: Tekin fyrir utan heimili eiganda í Kópavogi í júlí 2002.  Mynd: Tekin fyrir utan heimili eiganda í Kópavogi í júlí 2002.  Mynd: Tekin fyrir utan heimili eiganda í Kópavogi í júlí 2002.  Mynd: Tekin fyrir utan heimili eiganda í Kópavogi í júlí 2002.

Mynd: Tekin við Perluna í mars 2006.  Mynd: Tekin við Perluna í mars 2006.  Mynd: Tekin við Perluna í mars 2006.  Mynd: Tekin við Perluna í mars 2006.

Mynd: Tekin við Perluna í mars 2006.  Mynd: Tekin við Perluna í mars 2006.  Mynd: Tekin við Perluna í mars 2006.

Tegund

280SE, sjálfskiptur

Árgerð

1971

Eigandi

Þorvaldur Steinþórsson

Ólafur Kolbeinsson 1999-2007

Sindri A. Sigurgarðsson 1994-1999

Ólafur Helgason 1987-1994

Gísli Kjartansson 1985-1987

Jón K. Guðmundsson 1973-1985

Aðrar upplýsingar

[03/2006] Jón K Guðmundsson flytur bílinn inn árið 1973 og bar hann þá A skráningarnúmer. Hann selur síðan Gísla Kjartanssyni bílinn árið 1985 og fór hann þá fyrst á M-númer. 1987 selur hann bílinn til Ólafs Helgasonar, og var settur á skráningarnúmer M-51 sem að hefur haldist síðan. 1994 kaupir Sindri A Sigurgarðsson bílinn og Núverandi eigandi eignast hann svo í september 1999.

Þess má kannski geta að uppgerðin sem hófst 1999 tók um 5 ár með hléum, þurfti að skipta um bæði frambrettin smíða og stansa nýja hurðarbotna laga sílsa og eitthvað smá í hjólaskálar að aftan, ný dekk og rafgeymir, pústkerfi, ný teppi og innrétting var öll lituð upp á nýtt svo og var hann heilsprautaður (stykkjasprautaður) sem kallað er.

Bíllinn var ótrúlega heillegur þegar núverandi eigandi fékk hann, sennilega hefur það orðið honum til bjargar að hann var aldrei hér í Reykjavik í saltaustrinu heldur elur sinn aldur á Akureyri og Borgarnesi.

 

 

Mynd: Í bílageymslum Fornbílaklúbbsins í ágúst 2001.  Mynd: Í bílageymslum Fornbílaklúbbsins í ágúst 2001.

Tegund

280SE, sjálfskiptur

Árgerð

1972

Eigandi

Axel Sölvi Axelsson

Aðrar upplýsingar

[09/2003] Innfluttur notaður og skráður fyrst hérlendis þ. 29.05.74.

 

 

Tekið í Grafarvogi í september 2002 Tekið í Grafarvogi í september 2002 Tekið í Grafarvogi í september 2002

Tegund

280SE

Árgerð

1972

Eigandi

Einar Karel Sigurðsson

Aðrar upplýsingar

[09/2002] Bíllinn hefur undanfarin ár verið á Akranesi, en hefur nú síðustu mánuðina verið hér á mölinni. Hann var til sölu fyrr á árinu og hefur e.t.v. nú verið seldur í bæinn. Bíllinn er orðinn mjög ryðgaður og þarfnast aðhalds fljótlega ef hann á að eiga sér einhverrar viðreisnar von.
 

 

Myndin er tekin á Hafralæk veturinn 2005/2006 Myndin er tekin á Hafralæk veturinn 2005/2006

Tegund

280SE

Árgerð

1971

Eigandi

Gísli Rúnar Víðisson.

Aðrar upplýsingar

[03/2006] Samkvæmt heimildum BÓ er þessi bíll kominn til Akureyrar.

 

 

Mynd: Vor 2001 Mynd: Vetur 2001

Tegund

280SE 3.5, sjálfskiptur

Árgerð

1971

Eigandi

Dagur Eyjar Helgason

Aðrar upplýsingar

[01/2002] Bíllinn hefur staðið í nokkur ár, eða frá því að sjálfskiptingin bilaði og honum var lagt. Hann er mjög ryðgaður og grindin brotin að aftan þannig að afturhlutinn hangir niður og að öllum líkindum er bíllinn ónýtur. Eigandinn á tvo aðra bíla, einn sem hann er að gera upp í skúr við Háaleitisbraut (280SE 4.5, silfurlitaður) og annan austur í Landeyjum. Innréttingin úr þessum bíl fer líklegast í bílinn sem hann er að gera upp.

 

 

Myndin er tekin í bílskúr eiganda í október 2002 Myndin er tekin í bílskúr eiganda í október 2002 Myndin er tekin í bílskúr eiganda í október 2002 Myndin er tekin í bílskúr eiganda í október 2002

Tegund

280SE 3.5, sjálfskiptur

Árgerð

1971

Eigandi

Páll Kári Pálsson

Aðrar upplýsingar

[10/2002] Þessi bíll lítur mjög vel út eins og reyndar fleiri Benzar Páls Kára (280SL'68, 300SL'86). Hann er á númerum, en er lítið notaður og sést þess vegna sjaldan á götunum. Hann var gerður upp hér fyrir einhverjum árum og var þá ryðbættur, sprautaður og sett í hann leðursæti og hurðaspjöld. Bíllinn er búinn að vera í eigu núverandi eiganda síðastliðin 20 ár.

 

 

Myndin er tekin við Ásgarð, Reykjavík í byrjun ágúst 2002 Myndin er tekin við Ásgarð, Reykjavík í byrjun ágúst 2002 Myndin er tekin við Ásgarð, Reykjavík í byrjun ágúst 2002 Myndin er tekin við Ásgarð, Reykjavík í byrjun ágúst 2002

Tegund

280SE 3.5, sjálfskiptur

Árgerð

1972

Eigandi

Gunnar Már Gunnarsson 

Sigurður Þorvaldsson ?-2006

Aðrar upplýsingar

[08/2002] Bíllinn lítur þokkalega út, en er eitthvað er hann farinn að skemmast á frambrettum við lista. Búið er að setja á bílinn sílsalista, drullusokka, dráttarkúlu og álfelgur.

 

 

Myndin er tekin norður í Eyjafirði sumarið 2003 Myndin er tekin norður í Eyjafirði sumarið 2003 Myndin er tekin norður í Eyjafirði sumarið 2003 Myndin er tekin norður í Eyjafirði sumarið 2003

Tegund

280SE 3.5, sjálfskiptur

Árgerð

1972

Eigandi

Ólafur Ólafsson og Gréta Sigursteinsdóttir

Aðrar upplýsingar

[08/2003] Bíllinn er staðsettur norður í Eyjafirði og hefur staðið úti í nokkur ár og er farinn að láta dálítið á sjá eftir útveruna. Innspýtingarheilinn í bílnum er bilaður og var ætlunin hjá eigandanum að gera bílinn upp, en ekkert hefur orðið úr því sem stendur og er bíllinn falur.

 

 

Myndin er tekin á samkomu Mercedes-Benz klúbbsins í maí 2009 Myndin er tekin á samkomu Mercedes-Benz klúbbsins í maí 2009 Myndin er tekin á samkomu Mercedes-Benz klúbbsins í maí 2009

Tegund

280SE 3.5, sjálfskiptur

Árgerð

1972

Eigandi

Gísli Reynir Runólfsson
Ólafur Jóhann Óskarsson, 1982-2009
Valdimar O Hermannsson, 1981-1982
Guðmunda Agnes Jónsdóttir, 1981-1981
Hanna Edda Halldórsdóttir, 1980-1981
Vík sf, 1979-1980
Páll Hlöðversson, 1977-1979

Aðrar upplýsingar

[21/2009] Bíllinn var búinn að vera í geymslu í 21 ár þegar núverandi eigandi eignast hann. Hann er standsettur og látinn á númer í maí 2009, en fyrrverandi eigandi hafði sett bílinn í langtímageymslu eftir smávægilegt tjón á hægra frambretti tveim áratugum áður. 

 

 

Myndin er tekin í byrjun júni 2003 Myndin er tekin í byrjun júni 2003 Mynd: Örn Sigurðsson Myndin er tekin í byrjun október 2002 Myndin er tekin í byrjun október 2002 Myndin er tekin í byrjun október 2002

Tegund

280SE 3.5, sjálfskiptur

Árgerð

1972

Eigandi

Hákon Árnason, 2002-2009

Gunnar Már Gunnarsson, 2002-2005

Ottó Valur Kristjánsson, 1999-2002

Helgi Rúnar Theódórsson, 1997-1999

Rúnar Sigurjónsson og Örn Sigurðsson, 1996-1997

Atlas hf, Ásgeir Valhjálmsson, 1974-1996

Aðrar upplýsingar

[10/2002] Innfluttur notaður og skráður fyrst hérlendis þann 11.02.74. Fyrsti eigandi var Atlas h.f. (Ásgeir Valhjálmsson) og var bíllinn í eigu þess til 12.06 96 er Rúnar Sigurjónsson og Örn Sigurðsson eignuðust bílinn og gerðu upp. Frá þeim fór bíllinn til Helga Rúnars Theódórssonar er átti hann í tvö ár og keypti svo Ottó Valur bílinn í júnílok árið 1999. Gunnar Már keypti bílinn í byrjun október 2002.

[09/2009] Bíllinn var seldur sumarið 2009 til Danmerkur.

 

 

Myndin er tekin í bílskúr við Háaleitisbraut í maí 2002 Myndin er tekin í bílskúr við Háaleitisbraut í maí 2002 Myndin er tekin í bílskúr við Háaleitisbraut í maí 2002

Tegund

280SE 4.5

Árgerð

1972

Eigandi

Dagur Eyjar Helgason

Aðrar upplýsingar

[01/2002] Bíllinn var innfluttur frá Bandaríkjunum fyrir meira en áratug. Þegar á reyndi þá stóðst hann ekki væntingar þess sem flutti bílinn inn og stóð hann þess vegna lengi á tollsvæðinu niður við höfn þar sem hann ryðgaði hratt og fúnaði að innan. Bíllinn fór síðan á uppboð og var hann keyptur af bílapartasölunni við Rauðavatn. Núverandi eigandi keypti hann síðan fyrir nokkrum árum af bílapartasölunni og ætlar sér að gera hann upp. Hann er búinn að rífa bílinn sem er mjög ryðgaður og stendur hann nú í bílskúr við Háaleitisbraut.

 

 

Myndin er tekin í porti Atlantsolíu í Kópavogi í apríl 2006 Myndin er tekin í porti Atlantsolíu í Kópavogi í apríl 2006 Myndin er tekin í porti Atlantsolíu í Kópavogi í apríl 2006 Myndin er tekin í porti Atlantsolíu í Kópavogi í apríl 2006

Tegund

280SE 4.5

Árgerð

1973

Eigandi

Sigurður

Aðrar upplýsingar

[04/2006] Þetta er bíll sem er nýinnfluttur frá Bandaríkjunum (jan 2006) og stendur í porti Altantsskip þessa dagana. Hann verður vonandi leystur út fljótlega því hann á ekki eftir að fara vel þarna í saltrokinu við sjóinn. Bíllinn er annars mjög fallegur og er greinilega ný búið að taka hann í gegn og sprauta. Innréttingin hefur sömu leiðis verið tekin í gegn og lítur mjög vel út. 

 

Sölusíða með þessum bíl í Bandaríkjunum: 

http://www.hotautoweb.com/73mb280.html

 

 

Mynd: Geymslusvæðið í Hafnarfirði í apríl 2002 Mynd: Geymslusvæðið í Hafnarfirði í apríl 2002

Tegund

280SE

Árgerð

óþekkt

Eigandi

óþekktur

Aðrar upplýsingar

[09/2003] Þessi bíll er staðsettur á Geymslusvæðinu í Hafnarfirði og hefur einhvern tíman verið rifinn og gluðað yfir en aldrei verið kláraður (e.t.v. vegna misheppnaðar sprautunar). Bíllinn hefur greinilega staðið lengi úti og er orðinn mjög ryðgaður í botninn og mosavaxinn að innan.
 

 

Myndin er tekin á Hafralæk veturinn 2005/2006

Tegund

280SE

Árgerð

 

Eigandi

Ásgrímur Þórhallsson

Aðrar upplýsingar

[03/2006] Bíllinn er staðsettur á Hafralæk.
 

 

Myndin er tekin við Vöku haustið 2008 Myndin er tekin við Vöku haustið 2008 Myndin er tekin við Vöku haustið 2008

Tegund

280SE *RIP*

Árgerð

 

Eigandi

 

Aðrar upplýsingar

[Nóvember 2008] Bíllinn var pressaður í framhaldi af því að hann lenti í portinu hjá Vöku haustið 2008. Hvaðan bíllinn kemur er ekki vitað.

 

 

W109

 

 

Myndin er tekin við Höfða í Borgatúni í maí 2003 Myndin er tekin við Höfða í Borgatúni í maí 2003 Myndin er tekin við Höfða í Borgatúni í maí 2003 Myndin er tekin við Höfða í Borgatúni í maí 2003 Myndin er tekin við Höfða í Borgatúni í maí 2003

Tegund

300SEL 3.5

Árgerð

1971

Eigandi

Hjalti Geir Guðmundsson

Aðrar upplýsingar

[09/2002] Bíllinn var upphaflega í eigu forstjóra Ölgerðarinnar, en var síðar keyptur af Guðmundi Guðjónssyni lækni og er nú í eigu sonar hans. Hann var upprunalega grænn, en hefur einhvern tíman verið sprautaður rauðgylltur. Að sögn eiganda er kram bílsins í góðu lagi, en lakkið er orðið lélegt og ætlar hann að láta sprauta hann aftur í upprunalega græna litnum. Bíllinn verður þó ekki uppgerður í bráð og er á leið í geymslu í bílageymslur Fornbílaklúbbsins við Esjumel.

 

 

Myndin er tekin í Garðabæ í desember 2003 Myndin er tekin í Garðabæ í desember 2003 Myndin er tekin í Garðabæ í desember 2003 Myndin er tekin í Garðabæ í desember 2003

Tegund

300SEL 3.5

Árgerð

1971

Eigandi

Sævar partasali
Jón Valdimarsson ?-2003

Aðrar upplýsingar

[12/2003] Bíllinn stendur úti í bakgarði húss í Garðabæ. Hann virðist í fljótu bragði vera í þokkalegu standi, fyrir utan nokkrar dældir og ryðmyndun í frambrettum. Yfir höfuð er hann þó ekki mikið ryðgaður. Ástand á vél og skiptingu er óþekkt.

 

 

Myndin er tekin þar sem bíllinn er geymdur í gám á Hornafirði Myndin er tekin þar sem bíllinn er geymdur í gám á Hornafirði Myndin er tekin þar sem bíllinn er geymdur í gám á Hornafirði

Tegund

300SEL 3.5

Árgerð

1972

Eigandi

Jónas Hermannsson

Aðrar upplýsingar

[01/2002] Bíllinn er staðsettur í gám á Höfn í Hornafirði. Byrjað var að gera hann upp og búið er að ryðbæta að mestu. Hann hefur verið rifinn í spað við uppgerðina og er þess vegna í pörtum. Sumt af dótinu er í gáminum, annað á heimili eiganda og einhverjir hlutir hjá Fornbílaklúbbnum. Bíllinn er til sölu.

 

 

Myndin er tekin á Reyðarfirði sennilega í kringum 1995 Myndin er tekin á Reyðarfirði sennilega í kringum 1995 Myndin er tekin fyrir utan Öskju í mars 2006 Myndin er tekin fyrir utan Öskju í mars 2006

Myndin er tekin fyrir utan Öskju í mars 2006 Myndin er tekin fyrir utan Öskju í mars 2006

Tegund

300SEL 3.5

Árgerð

1972

Eigandi

Haraldur Rúnar Bjarnason

Steinar Harðarson 1982-2005

Aðrar upplýsingar

[02/2003] Bíllinn hefur staðið í bílskúr á Reyðarfirði síðan honum var ekið þangað árið 1984. Að sögn eiganda hefur hann þó verið gangsettur með reglulegu millibili og þarf lítið til að gera hann kláran á götuna aftur, líklega ekki meira en að skipta um hjólalegur og yfirfara bremsur. Lakkið er víst orðið eitthvað dauft og upplitað, en bíllinn er að örðu leiti nánast ryðlaus enda hefur hann staðið inni 2/3 af lífdögum sínum. Steinar keypti bílinn í kringum 1982.

[03/2006] Bíllinn er kominn á höfuðborgarsvæðið og hefur skipt um eiganda. Hann var reyndar fluttur til Reykjavíkur síðastliðið haust, en ekki gafst tækifæri til að mynda hann fyrr en nú.

 

 

Mynd tekin við Perluna í júlí 2005 (Magne Kvam) Mynd tekin við Perluna í júlí 2005 (Magne Kvam) Mynd tekin við Perluna í júlí 2005 (Magne Kvam) Mynd tekin við Perluna í júlí 2005 (Magne Kvam)

Mynd tekin við Perluna í júlí 2005 (Magne Kvam) Mynd tekin við Perluna í júlí 2005 (Magne Kvam) Mynd tekin við Perluna í júlí 2005 (Magne Kvam) Mynd tekin við Perluna í júlí 2005 (Magne Kvam)

Mynd tekin við Perluna í júlí 2005 (Magne Kvam) Mynd tekin við Perluna í júlí 2005 (Magne Kvam)

Tegund

300SEL 6.3

Árgerð

1967

Eigandi

Sveinn Þorsteinsson

Haraldur Hannesson, 1986-2002

Geir Þorsteinsson, 1971-1986

Fyrirtækjabíll í þýskalandi, 1967-1971

Aðrar upplýsingar

[05/2002] Þetta var upphaflega bíll Geirs Þorsteinssonar fyrrverandi forstjóra Ræsis. Hann átti bílinn til ársins 1986 en þá eignaðist sölumaður hjá Ræsi hann. Lagt var af stað í alsherjar uppgerð á bílnum sem í heildina tók um 17 ár, en bíllinn stóð reyndar mest allan tímann óhreyfður ýmist í bílskúrum eða á verkstæðum. Þegar núverandi eigandi eignaðist hann, vorið 2002, var búið að taka upp vélina og sprauta bílinn. Honum hafði verið lauslega tyllt saman og var hann troðfullur af drasli bæði úr bílnum sjálfum og öðrum varabíl. Bíllinn var síðan endur-skáður og skoðaður haustið 2002.