Forsíða


Nýjar myndir


Elstu bílarnir


170/220


190SL/300SL/300


Ponton


Pagoda


Heckflosse


W108/W109


W114/W115


W107


W116

Elstu bílarnir



 

 

Mynd: Myndasafn Sveins Mynd: Myndasafn Sveins Mynd: Myndasafn Sveins Mynd: Bíllinn nýkominn til landsins í sýningarsal Öskju í janúar 2008

Tegund

290B

Árgerð

1938

Eigandi

Jóhannes Kristinsson

Rudi Kamper ?-2008

George Cradick 1969-?

Jón Hjörleifsson og Auðun Gunnarsson 1968-1969

Haukur Guðjónsson, gullsmiður ?-1968

Stefán í Reykjahlíð 1940-?

Werner Gerlach 1939-1940

Aðrar upplýsingar

Þetta er fyrrverandi bíll prófessors docktor Werner Gerlach, ræðismanns Þriðja ríkis Hitlers og fulltrúa Himmlers á Íslandi. Bíllinn kemur til landsins vorið 1939 og er þá grár að lit og er talinn hafa verið útbúinn sem njósnabíll af þýska hernum. Blæjuna var ekki hægt að taka niður, heldur var þetta výniltoppur og sagan segir að í honum hafi verið loftnet tengt talstöð í farangursgeymslunni sem e.t.v. var notuð til samskipta við kafbáta hér við land á stríðsárunum. Bíllinn var gerður upp í kringum 1969 og var þá sprautaður vínrauður með drapplitaðan topp. Einhverju seinna var hann síðan settur á sölu og æxluðust málin þannig að kaupandinn var bandaríkjamaður á Keflavíkurflugvelli. Bíllinn hefur því líklega verið fluttur úr landi þegar eigandinn lauk þjónustu á vellinum.

 

08.04.2005 Af Fornbill.is:

Einn sögufrægasti bíll sem ekið hefur um íslenska vegi, Mercedes Benz árgerð 1937, er kominn í leitirnar í Bandaríkjunum, 33 árum eftir að hann var seldur frá Íslandi. Benzinn var embættisbíll Werner Gerlachs, aðalræðismanns Þjóðverja á Íslandi, og er talinn hafa verið njósnabíll Þriðja ríkisins. Bíllinn er uppgerður og allur sem nýr, málaður í gráum litum þýska flughersins Luftwaffe. Ekki hafa fundist í honum nein framleiðslunúmer, en það staðfestir að bíllinn hafi verið sérpantaður af njósnadeild þýska hersins. Í blæju hans fannst árið 1969 þéttriðið loftnet sem bendir eindregið til þess að bíllinn hafi verið færanleg talstöð ætluð til samskipta við kafbátaflota Þjóðverja í Norður-Atlantshafi. Þegar bílasafn Fornbílaklúbbsins er risið í Elliðaárdal verður unnið að því að fá bílinn lánaðan til landsins og kynni hans við Íslendinga endurnýjuð! Myndin lengst til vinstri hér að ofan sýnir bílinn eins og hann leit út árið 1969, en þá var hann í eigu Jóns Hjörleifssonar og Auðuns Gunnarssonar. 

 

Mynd: Myndasafn Sveins Mynd: Myndasafn Sveins Mynd: Myndasafn Sveins
Miðmyndin var tekin árið 1974 í Columbus í Ohio-ríki, en við hlið hans stendur George Cradick sem síðar gerði bílinn upp. Myndin sýnir vel vínrauða litinn sem bíllinn var sprautaður í haustið 1968. Myndin lengst til hægri sýnir bílinn eins og hann lítur út í dag, uppgerður og glæsilegur, í einkennislitum þýska flughersins. Núverandi eigandi er Rudi Kamper sem búsettur er í Cleveland í Ohio-ríki. [08.04]ös

 

[Nóvember 2008] Bíllinn er keyptur og fluttur inn til landsins í janúar 2008 af Jóhannesi Kristinssyni.