Forsíða


Nýjar myndir


Elstu bílarnir


170/220


190SL/300SL/300


Ponton


Pagoda


Heckflosse


W108/W109


W114/W115


W107


W116

Heckflosse/Fintail (1959 - 1968)



190c, 200, 230, 190Dc, 200D (W110)

220b, 220Sb, 220SEb, 230S (W111)

300SE (W112)

 

---

 

W110

 

 

Tegund

190c

Árgerð

1962

Eigandi

Örn Símonarson

Ólafur Kjartansson 1974-1981

Aðrar upplýsingar

Bíllinn er staðsettur á Akranesi.

 

 

Mynd: Geymslusvæðið í Hafnarfirði í apríl 2002 Mynd: Geymslusvæðið í Hafnarfirði í apríl 2002 Mynd: Geymslusvæðið í Hafnarfirði í apríl 2002 Mynd: Geymslusvæðið í Hafnarfirði í apríl 2002

Tegund

190c

Árgerð

1963

Eigandi

Jóhannes Norðfjörð

Rúnar Sigurjónsson ????-2003

Aðrar upplýsingar

Bíllinn hefur staðið í meira 15 ár. Hann er sæmilegur efniviður til uppgerðar, en dálítið farinn að ryðga í afturbrettum í skotti og neðan á hurðum. Króm er lélegt og e.t.v. þarf að skipta um frambretti.

Jóhannes Norðfjörð keypti bílinn árið 2003 af Rúnari og ætlar að nota hann í varahluti í 190 bíl sömu gerðar sem hann er að gera upp. 

 

 

Mynd: við heimili eiganda í Kópavogi í apríl 2003 Mynd: við heimili eiganda í Kópavogi í ágúst 2002 Mynd: við heimili eiganda í Kópavogi í ágúst 2002 Mynd: við heimili eiganda í Kópavogi í ágúst 2002

Myndin er tekin á Ræsisdegi í ágúst 2007 Myndin er við bílaverkstæðið Réttir-bílar í Kópavogi Myndin er tekin á Ræsisdegi í ágúst 2007 Mynd: við heimili eiganda í Reykjavik 2008

Tegund

190Dc (110.110-10-146572)

Árgerð

1964

Eigandi

Sveinn Þorsteinsson

Erla Pálsdóttir, Einar Guðjónsson 1971-2006

Ingólfur Kárason, leigubílstjóri 1964-1971

Aðrar upplýsingar

Bíllinn var upphaflega í eigu leigubílstjóra hjá Hreyfli sem notaði hann til ársins 1971, þegar hjónin Erla og Einar eignast hann. Bíllinn er og hefur frá upphafi verið sjálfskiptur, sem kann að hljóma einkennilega þar sem hann var keyptur fyrir leigubílaakstur. Ástæðan fyrir því að hann var pantaður þannig var sú að bílstjórinn var einfættur. Einar og Erla notaðu hann með hléum fram til um ársins 1995, þegar Einar hófst handa við að gera bílinn upp. Sú aðgerð tók um fjögur ár og skipti hann um bæði frambrettin, eina hurð, húdd og skottlok. Þessir hlutir voru allir keyptir nýir í Ræsi ásamt fleira krómdóti eins og grillinu. Bíllinn var upphaflega 190D en þegar hann var gerður upp þá gerði eigandinn einnig upp 200D vél og lét í bílinn í staðin.  Bíllinn lítur mjög vel út að utan og hefur greinilega verið vandað vel til verka, en að innan er einhver samtíningur af innréttingum (rauð framsæti, svört aftursæti og blá hurðarspjöld, en upphaflega innréttingin var svört). Bíllinn hefur lítið verðir keyrður síðan hann var gerður upp, eða aðeins einhverja hundruð kílómetra að sögn Einars Númer innlögð af eiganda 03.07.02

Sveinn kaupir bílinn í október 2006.

 

 

Mynd: Við heimili eiganda 2007 Mynd: Við heimili eiganda 2007 Mynd: Við heimili eiganda 2007

Tegund

190Dc

Árgerð

1964

Eigandi

Rúnar Sigurjónsson

Aðrar upplýsingar

[Nóvember 2008] Rúnar eignast bílinn í febrúar 2008, en hann hafði þá fundið hann á bæ fyrir austan fjall. Óvíst er hvort lagt verður í uppgerð á bílnum.

 

 

Mynd: Sigurbjörn Helgason Mynd: Geymslusvæðið í Hafnarfirði í apríl 2002 Mynd: Geymslusvæðið í Hafnarfirði í apríl 2002

Tegund

190c

Árgerð

1965

Eigandi

Sigurbjörn Helgason

Aðrar upplýsingar

Innfluttur notaður frá Þýskalandi 1970. Bíllinn er grár að lit með leðursætum úr 220 bíl. Er úti á geymslusvæði í Hafnarfirði. Mynd, uppl. & fyrrverandi eigandi: Sigurbjörn Helgason.

Bíllinn er nú staðsettur á Geymslusvæðinu í Hafnarfirði og er orðinn mjög dapur og sennilega stutt í að hann verði ónýtur ef ekkert verður gert.

[Október 2006] Bíllinn er farinn í pressuna :-(

 

 

Myndin er tekin við Þormóðholt í oktober 2006 Myndin er tekin við Þormóðholt í október 2006

Tegund

190

Árgerð

1965

Eigandi

Jónas Rafn Tómasson

Aðrar upplýsingar

Bíllinn stendur úti við Þormóðsholt í Skagafirði.

 

 

Myndin er tekin á verkstæði eiganda í Kópavogi í febrúar 2003

Tegund

200

Árgerð

1966

Eigandi

Jóhannes Norðfjörð

Aðrar upplýsingar

Bíllinn kemur frá Akureyri, en var fluttur hingað suður fyrir einhverju síðan. Hann var tjónaður vinstramegin að framan, en var borgaður út af tryggingafélaginu og fékk eigandinn jafnframt að eiga bílinn. Hann hefur staðið úti um árabil, síðast í Hafnarfirði, en núverandi eigandi er byrjaður að gera bílinn upp og ætlar að sögn að setja hann á götuna fyrir 17. júni 2003. Eigandinn keypti einnig bíl Rúnars hér að ofan í varahluti fyrir uppgerð á þessum.

 

 

Myndin er tekin í október 2006 Myndin er tekin í október 2006 Myndin er tekin í sumarið 2007 Myndin er tekin í sumarið 2007 Myndin er tekin í sumarið 2007

Tegund

200

Árgerð

1966

Eigandi

Magnús Scheving

Jóhannes Norðfjörð, 2006-2008

Sveinn Þorsteinsson 2006-2006

Katrín 1966-2006

Aðrar upplýsingar

[október 2006] Bíllinn var keyptur 1966 nýr hjá Ræsi af læknahjónum á Hellu. Ári síðar dó læknirinn og frúin flutti til Reykjavíkur með börn sín. Hún ók bílnum næstu árin, eða þar til um 1985, en þá vann hún nýjan bíl í happadrætti og lagði þessum bíl í bílskúr sínum við Háaleitisbraut. Bíllinn stóð síðan óhreyfður í bílskúrnum þar til frúin seldi íbúðina og nýr eigandi fékk bílinn í kaupbæti með íbúðinni. Hafði bílskúrinn þá ekki verið opnaður í um 20 ár. Þegar núverandi eigandi keypti bílinn og opnaði skúrinn, þá dreif að forvitna íbúa í nágreninu sem einum þeirra að orði, að þessi bíll væri örugglega ókeyrður því hann hefði alltaf verið þarna inn í bílskúrnum. Að fara inn í bílskúrinn var eins og að far 20 ár aftur í tímann. Kúpling og bremsur voru fastar og var ekki hægt að hreyfa bílinn í fyrstu atrennu. Það kom hinsvegar í ljós að stuttu áður en bílnum var lagt hafði verið skipt um allt í bremsum og hann ný smurður. Þetta kom sér vel þegar farið var að losa upp á bremsum og bíllinn settur í gang. Hann er nú í uppgerð og verður líklega kominn á götuna vorið 2007.

 

 

Mynd: Geymslusvæðið í Hafnarfirði í apríl 2002 Mynd: Geymslusvæðið í Hafnarfirði í apríl 2002 Mynd: Geymslusvæðið í Hafnarfirði í apríl 2002

Tegund

190

Árgerð

óþekkt

Eigandi

óþekktur

Aðrar upplýsingar

Bíllinn er staðsettur á Geymslusvæðinu í Hafnarfirði og er ágætur efniviður til uppgerðar, en við hlið hans stendur annar bíll sem greinilega er ætlaður í varahluti.

 

 

Mynd: Tekin af Ztebba í G-Benza ferð 2007

Tegund

190

Árgerð

óþekkt

Eigandi

óþekktur

Aðrar upplýsingar

[Nóvember 2008] Bíllinn er staðsettur á Djúpuvík

 

 

W111

 

 

Mynd tekin úr auglýsingu á Barnalandi í nóvember 2008

Tegund

220

Árgerð

1960

Eigandi

Óþekktur

Aðrar upplýsingar

[Nóvember 2008] Auglýstur til sölu á Barnalandi í nóvember 2008. Virðist vera óryðgaður, en allur sundur tættur.

 

 

Mynd: Við heimili eiganda í Skeiðarvogi í júní 2000. Mynd: Við heimili eiganda í Skeiðarvogi í júní 2000. Mynd: Við heimili eiganda í Skeiðarvogi í júní 2000. Mynd: Við heimili eiganda í Skeiðarvogi í júní 2000.

Tegund

220b

Árgerð

1961

Eigandi

Ræsir hf

Geir Þorsteinsson

Aðrar upplýsingar

Bíllinn er mjög fallegur og einnig mjög vel með farinn og alveg upprunalegur. Hann er keyptur í Þýskalandi og fluttur hingað til lands árið 1986. Bíllinn er ekki ekinn nema rétt rúma 60.000km (júní 2001).

[Október 2006] Bíllinn er í eigu Ræsis í dag, en ekkja Geirs gaf fyrirtækinu bílinn.

 

 

Mynd: Við horn Skúlagötu og Höfðatúns í júlí 2001 Mynd: Við horn Skúlagötu og Höfðatúns í júlí 2001  

Tegund

220b

Árgerð

1964

Eigandi

Einar Ólafsson (síðan 1985)

Aðrar upplýsingar

 

 

 

Mynd: Við Ofanleiti í júní 2001 Mynd: Við Ofanleiti í júní 2001 Mynd: Við Ofanleiti í júní 2001 Mynd: Við Ofanleiti í júní 2001 Mynd: Við Ofanleiti í júní 2001

Tegund

220Sb

Árgerð

1965

Eigandi

Ásgeir Sigurðsson

Einar Magnússon ?-2003

Aðrar upplýsingar

Þessi bíll kemur norðan úr Eyjafirði og er óstaðfest að upphaflegur eigandi hafi verið Alli ríki. Bíllinn er allur mjög vel með farinn og fallegur, en hefur einhvern tíman verið tekinn í gegn og þá sprautaður með dökkbláu sanseröðu lakki. Hann er ekinn um 110.000km (júní 2001). 

 

 

Mynd: Í bílageymslu Fornbílaklúbbsins í september 2003 Mynd: Í bílageymslu Fornbílaklúbbsins í september 2003

Tegund

220Sb

Árgerð

1962

Eigandi

Magnús Árni Sigfússon (síðan 1979)

Aðrar upplýsingar

Þessi bíll stendur í bílageymslum Fornbílaklúbbsins við Esjumel. Hann virðist vera lítið ryðgaður og einhvern tíman hefur verið byrjað á uppgerð. Hann er mjög heillegur og væri örugglega auðvelt að gera hann fallegan.

 

 

Mynd: www.bilasolur.is haus 2004

Tegund

220Sb

Árgerð

1964

Eigandi

 

Aðrar upplýsingar

Var auglýstur til sölu á bílasölu 2004

 

 

Myndin er tekið við heimili eiganda í júlí 2002 Myndin er tekið við heimili eiganda í júlí 2002

Tegund

230Sb

Árgerð

1965

Eigandi

Einar Marteinsson

Aðrar upplýsingar

Þessi bíll stóð út í garði við Álfhólsveginn þegar myndin var tekin. Bíllinn er töluvert ryðgaður (heppilegur litur samt) og sennilega hugsaður í varahluti fyrir bílinn undir seglinu hér fyrir neðan.

 

 

Myndin er tekið við heimili eiganda í júlí 2002

Tegund

220Sb

Árgerð

1960

Eigandi

Einar Marteinsson

Aðrar upplýsingar

Bíllinn stendur útivið undir segli og er örugglega ætlunin að gera hann upp. Ryðlituð frambrettin standa út undan seglinu, en eru vonandi ekki lýsandi fyrir afganginn af bílnum. Eigandinn er sagður eiga mikið af varahlutum í bílinn.

 

 

Tegund

220S

Árgerð

196?

Eigandi

 

Aðrar upplýsingar

[Nóvember 2008] Bíllinn var fluttur inn árið 2006, en hefur ekki enn verið settur á númer. Er í geymslu Þorlákshöfn held ég.

 

 

Myndin er tekið í bílskúr eiganda Myndin er tekið í bílskúr eiganda Myndin er tekið í bílskúr eiganda

Tegund

220Sb

Árgerð

196?

Eigandi

HSH og faðir

Aðrar upplýsingar

Í uppgerð

 

 

Myndin er tekin í bílageymslu í Kópavoginu í september 2003 Myndin er tekin í bílageymslu í Kópavoginu í september 2003 Myndin er tekin í bílageymslu í Kópavoginu í september 2003 Myndin er tekin í bílageymslu í Kópavoginu í september 2003

Tegund

230S

Árgerð

1965

Eigandi

 

Aðrar upplýsingar

Þessi bíll stendur í bílageymslu í Kópavoginum. Hann hefur verið síðast á götunni 1986 og einhvern tíman hefur verið byrjað á uppgerð. Bretti, hurðir og annað er ekki mikið ryðgað en undirvagninn er eitthvað orðinn ryðgaður.

 

 

W111 Coupe/Cabriolet

 

 

Tegund

220SE

Árgerð

1963

Eigandi

Rúnar Sigurjónsson

Leó Löve 1981 - 2004

Bragi í Eden ? - 1981

Aðrar upplýsingar

Bíllinn er innfluttur notaður og skráður hér fyrst 31. janúar 1974. Fyrsti þekkti eigandi bílsins er Bragi í Eden. Bíllinn var upphaflega grænn að lit og ljós að innan. Leó Löve eignaðist bílinn árið 1981 en seldi hann Rúnari Sigurjónssyni í byrjun árs 2004.

 

 

Myndin er tekin í bílageymslu Fornbílaklúbbsins í september 2003 Myndin er tekin í bílageymslu Fornbílaklúbbsins í september 2003 Myndin er tekin í bílageymslu Fornbílaklúbbsins í september 2003 Myndin er tekin í portinu hjá Harley Davidsson umboðinu við Grensásveg haustið 2008

Tegund

220SE

Árgerð

1965

Eigandi

Sigtryggur Leví Kristófersson

Páll Kári Pálsson 1991 - 2002

Sigtryggur Leví Kristófersson, 06/1991-08/1991

Aðrar upplýsingar

Innfluttur frá Bandaríkjunum sumarið 1991. Númerin voru innlögð af eiganda 03.02.94.

[Október 2006] Bíllinn hefur staðið úti í sundi við Harley Davidson umboðið á Grensásvegi frá því að hann var tekinn af bílasölu fyrir um 3 árum.

[Nóvember 2008] Bíllinn er enn í portinu við Harley Davidson umboðið, og er því búinn að vera þar úti í 5 ár! :-(

 

 

Myndin er tekin í portinu hjá Ræsi í mars 2006 Myndin er tekin í portinu hjá Ræsi í mars 2006 

Tegund

220SEb

Árgerð

1965

Eigandi

Benedikt Rúnarsson.

Aðrar upplýsingar

Innfluttur frá Bandaríkjunum í byrjun árs 2006.

Að sögn eiganda eru "sætin og teppi eru meira eða minna og allur viður lætur á sjá, þakið aðeins skemmst í flutningi og allir þéttilistar eru ónýtir. Rakaskemmdir hafa því orðið á bílnum en ég vissi reyndar af því áður en ég keypti hann, þ.e. að taka þyrfti allt í gegn að innan. Vél og kram átti hins vegar að vera í lagi."