Forsíða


Nýjar myndir


Elstu bílarnir


170/220


190SL/300SL/300


Ponton


Pagoda


Heckflosse


W108/W109


W114/W115


W107


W116

Ponton (1953 - 1962)



180, 180a, 180b, 180c, 180D, 180Db (W120)
190, 190b, 190D, 190Db (W121)
219 (W105)
220a, 220S (W180)
220SE (W128)

---

 

W120

 

 

Mynd: Fornbílaklúbbur Íslands

Tegund

180

Árgerð

1954

Eigandi

Fæst ekki uppgefið

Aðrar upplýsingar

Þessi bíll er á leyndum stað á landsbyggðinni og hefur lengi verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Honum hefur einungis verið ekið rúmlega 70 þúsund km frá upphafi og ekkert síðan árið 1976 þegar fjölskyldufaðirinn lést. Bíllinn er algerlega óryðgaður og hefur aldrei verið gerður upp. Sennilega eitt best varðveitta Ponton eintak á Íslandi. Öllum upplýsingum um eigendur og staðsetningu er haldið leyndum að ásettu ráði, þar sem fjölskyldan hefur ekki hug á að selja bíllinn í nánustu framtíð og vill ekki skapa sér óþarfa ónæði af áhugasömum fornbílamönnum.

 

 

Mynd: Björgin Ólafsson, Egilsstaðir 1995 Mynd: Björgin Ólafsson, Egilsstaðir 2000 Mynd: Björgin Ólafsson, Egilsstaðir 2000

Tegund

180

Árgerð

1954

Eigandi

Óþekktur

Aðrar upplýsingar

Þessi bíll var síðast þegar vitað var, staðsettur á Egilsstöðum. Myndin lengst til vinstri er tekin 1995, en hinar myndirnar sumarið 2000. Örlög hans eru óþekkt í dag.

 

 

Mynd: Tekin við heimili eiganda í Miðtúni í apríl 2002 Mynd: Tekin við heimili eiganda í Miðtúni í apríl 2002  

Mynd: Tekin við heimili á skoðunardegi Fornbílaklúbbsins 2005 Mynd: Tekin við heimili á skoðunardegi Fornbílaklúbbsins 2005 Mynd: Tekin við heimili á skoðunardegi Fornbílaklúbbsins 2005

Tegund

180

Árgerð

1955 (líklega í mars)

Eigandi

Rúnar Sigurjónsson

Steingrímur E. Snorrason 1995-1999

Erlingur Ólafsson 1978-1995

Elsa Magnúsdóttir 1977-1978

Olga Magnúsdóttir 1955-1977

Aðrar upplýsingar

Bíllinn var upphaflega fluttur inn nýr af Ræsi hf. fyrir fatlaða konu að nafni Olga Magnúsdóttir. Hann reyndist henni frelsisveiting, en hún var lömuð og þá aðlega á vinstri fæti sökum mænuveiki sem hún fékk á unglingsárum. Hana hafði lengi langað til að eignast bíl til þess að hún gæti ferðast og farið sinnar leiðar án þess að vera uppá aðra kominn. Bíllinn var fluttur inn sérútbúinn fyrir hana með handföngum á kúplingu, bremsur og inngjöf. Hún notaði hann mikið allt til þess dags er hún féll frá árið 1977.

Núverandi eigandi er með bílinn í uppgerð, en bíllinn hefur staðið ónotaður síðan upphaflegur eigandi féll frá, og lengi vel sundurrifinn vegna uppgerðar. Hægt er að sjá frekari upplýsingar um sögu bílsins og
fræðast um uppgerð hans á sérstakri síðu tileinkaðri honum : www.stjarna.is/1955

 

 

Mynd: Skoðunardagur hjá Fornbílaklúbbnum í maí 2001 Mynd: Skoðunardagur hjá Fornbílaklúbbnum í maí 2001  

Mynd: Við heimili eigandi í Miðtúni í ágúst 2001 Mynd: Við heimili eigandi í Miðtúni í ágúst 2001 Mynd: Tekin við heimili eiganda í Miðtúni í apríl 2002

Tegund

180

Árgerð

1958

Eigandi

Guðfinnur Halldórsson

VÍS 2002-2003

Rúnar Sigurjónsson til 2002

Aðrar upplýsingar

Þessi bíll var áratugum saman í Vestmannaeyjum þar sem hann var í eigu sama manns. Fyrir örfáum árum var núverandi eigandi staddur í eyjum ásamt félögum Fornbílaklúbbsins, fann bílinn og falaði. Síðan var hann lagfærður umtalsvert og sprautaður. Að endingu var sett á hann rétta númerið V-553, sem bíllinn bar lengst af í eyjum.

Bíllinn lenti nýlega í tjóni (haust 2002), en ekið var á hann þar sem hann stóð kyrrstæður fyrir utan heimili eiganda. Tryggingafélagið keypti bílinn og seldi á uppboði til styrktar góðgerðasamtökum. Núverandi eigandi bílsins er bílasalinn Guðfinnur Halldórsson.

 

 

Mynd: Björgvin Ólafsson. Myndin er tekina áður en Rúnar sprautaði bílinn vínrauðan

Mynd: Skoðunardagur hjá Fornbílaklúbbnum í maí 2001 Mynd: Skoðunardagur hjá Fornbílaklúbbnum í maí 2001 Mynd: Skoðunardagur hjá Fornbílaklúbbnum í maí 2001 Myndin er tekin á Þingvöllum í ágúst 2003

Tegund

180

Árgerð

1959

Eigandi

Steingrímur E. Snorrason

Rúnar Sigurjónsson

Aðrar upplýsingar

Þessi bíll kom notaður frá Danmörku fyrir tíu árum og var gerður upp frá grunni af Rúnari Sigurjónssyni, sem er sérfræðingur í þessari gerð Benz bíla. Núverandi eigandi er búinn að eiga bílinn í nokkur ár og varðveitir hann vel.

 

 

Mynd tekin við heimili eiganda, líklega vor 2004 Mynd tekin við heimili eiganda, líklega vor 2004 Mynd tekin við heimili eiganda, líklega vor 2004 Mynd tekin við heimili eiganda, líklega vor 2004

Tegund

180a

Árgerð

1959

Eigandi

Arngrímur

Aðrar upplýsingar

Bíllinn er á leið í uppgerð.

 

 

Mynd tekin við verkstæði eigandi í mars 2006 Mynd tekin við verkstæði eigandi í mars 2006

Tegund

180

Árgerð

195?

Eigandi

Jóhannes Norðfjörð

Aðrar upplýsingar

 



W121

 

 

Mynd: Skoðunardagur hjá Fornbílaklúbbnum í maí 2001 Mynd: Skoðunardagur hjá Fornbílaklúbbnum í maí 2001 Mynd: Skoðunardagur hjá Fornbílaklúbbnum í maí 2001 Mynd: Skoðunardagur hjá Fornbílaklúbbnum í maí 2001

Tegund

190

Árgerð

1956

Eigandi

Örn Sigurðsson

Erlingur Ólafsson 197?-1991

Aðrar upplýsingar

Íslenskur lyfjafræðingur keypti bílinn nýjan í Þýskalandi og flutti inn til Íslands. Skömmu eftir 1970 komst bíllinn í eigu Erlings Ólafssonar í Mosfellsdal sem gerði hann upp, sprautaði silfurlitaðan og setti á hann númerið G-11. Bíllinn var síðan keyrður yfir 300 þúsund kílómetra fram til ársins 1986 þegar Erlingur gerði hann upp aftur og sprautaði svartan. Árið 1991 keypti núverandi eigandi bílinn og setti á hann númerið R-5151. Gamla vélin gafst upp árið 1993 og hálfu ári síðar var uppgerð vél af árgerð 1957 sett í bílinn. Að öðru leyti er hann óhreyfður frá árinu 1986. Heildarakstur bílsins er kominn yfir 500 þúsund kílómetra.

 

 

Mynd: Við vinnustað eiganda á Kársnesbraut/Kópavogi í apríl 2001 Mynd: Við vinnustað eiganda á Kársnesbraut/Kópavogi í apríl 2001 Mynd: Við vinnustað eiganda á Kársnesbraut/Kópavogi í apríl 2001 Mynd: Við vinnustað eiganda á Kársnesbraut/Kópavogi í apríl 2001 Mynd: Við vinnustað eiganda á Kársnesbraut/Kópavogi í apríl 2001

Tegund

190D

Árgerð

1961

Eigandi

Jóhannes Norðfjörð

Aðrar upplýsingar

Þetta er fyrrverandi leigubíll og er ekinn um 1.000.000km að sögn eiganda.

 

 

Mynd: Við vinnustað eiganda á Kársnesbraut/Kópavogi í apríl 2001 Mynd: Við vinnustað eiganda á Kársnesbraut/Kópavogi í apríl 2001 Mynd: Við vinnustað eiganda á Kársnesbraut/Kópavogi í apríl 2001

Tegund

190D

Árgerð

1961

Eigandi

Jóhannes Norðfjörð

Aðrar upplýsingar

 

 

 

Mynd: Á vinnustað eiganda á Kársnesbraut/Kópavogi í apríl 2001 Mynd: Á vinnustað eiganda á Kársnesbraut/Kópavogi í apríl 2001

Tegund

190D

Árgerð

1962

Eigandi

Jóhannes Norðfjörð

Aðrar upplýsingar

 



W180

 

 

Tegund

220

Árgerð

1955

Eigandi

Elvar Kristinn Sigurgeirsson

Hákon Aðalsteinsson, Jökuldal

Jón Guðbjartsson

Aðrar upplýsingar

[Nóvember 2008] Vantar upplýsingar

 

 

Myndin er tekin veturinn 2004/2005 Myndin er tekin veturinn 2004/2005 

Myndin er vorið 2005 við Esjumel Myndin er tekin vorið 2005 við Esjumel

Tegund

220S

Árgerð

1956

Eigandi

Þór Harðarson og Andri Þórsson

Ásgeir Sigurðsson 2001-2003

Guðmundur (Laggi)

Ásgeir Sigurðsson 1988-?

?

Ásgeir Sigurðsson 1976-1977

Aðrar upplýsingar

Saga bílsins er að Ásgeir Sigurðsson keypti bílinn í kringum 1976-1977 í Þýskalandi og var hann þá búin að vera í eigu sömu fjölskyldu frá því að hann var nýr. Hann flutti bílinn til Íslands en gjöld og tollar áttu að vera svo háir að hann flutti hann aftur úr landi og seldi íslendingi búsettum í Luxemborg bílinn. Sá notaði hann ekki mikið og stóð hann inni hjá honum mest allan tímann. Svo gerist það í kringum 1988 að Ásgeir rekst á þennan ágæta íslending útí Lúxemborg og kaupir af honum bílinn og flytur hann heim 1988. Bíllinn er nýskráður 28.06.1988 á Íslandi. Ásgeir selur svo Guðmundi betur þekktur sem Laggi en hann vann á verkstæðinu hjá Ræsi hf. 

Ásgeir kaupir hann svo af Guðmundi 26.07.2001. Við kaupum bílinn 31.03.2003. Þá var Ásgeir búin að setja bílinn í uppgerð og var hann í skúrnum hjá Steinari Friðjónssyni sem var að undirbúa hann fyrir málingu. Steinar var búin að rífa þó nokkuð en féll þá frá. Núverandi eigendur keyptu því bílinn sundurtekinn. 

Bíllinn er ekinn í dag um 120.000 þúsund kílómetra frá upphafi. Smurbók frá upphafi fylgdi bílnum ásamt þjónustubókum. Búið var að mála bílinn einu sinni áður en núverandi eigendur eignuðust bílinn. 

 

 

Myndin er tekin á Hafralæk 1996 Myndin er tekin á Hafralæk 2005 Myndin er tekin á Hafralæk 2005 Myndin er tekin á Hafralæk 2005

Myndin er tekin á Hafralæk (Björgvin Ólafsson)

Tegund

219

Árgerð

1955

Eigandi

Ásgrímur Þórhallsson, Hafralæk

Aðrar upplýsingar

Bíllin er staðsettur á Hafralæk fyrir norðan og er í frekar döpru ástandi.

 

 

Myndin er tekin í bílskúr eigandi í Garðabæ í janúar 2003 Myndin er tekin í bílskúr eigandi í Garðabæ í janúar 2003 Myndin er tekin í bílskúr eigandi í Garðabæ í janúar 2003 Myndin er tekin í bílskúr eigandi í Garðabæ í janúar 2003

Tegund

220

Árgerð

1955

Eigandi

Trausti Gunnarsson

Aðrar upplýsingar

 

 

 

Myndin er tekin við Hólakot í Eyjafirði haustið 2002

Tegund

220

Árgerð

1955

Eigandi

Örnólfur Eiríksson
Jósteinn Sófaníasson ?-1972

Aðrar upplýsingar

Bíllinn stendur í Hólakoti í Eyjafirði. Hann er búinn að standa þar síðan 1972. Eigandinn er Örnólfur Eiríksson og hefur hann átt bílinn frá 1972. Síðast var númerið A-1974 á bílnum (var stutt) en þar áður var A-589, um nokkura ára skeið. Örnólfur er fjórði eigandi bílsins, hann kom frá Reykjavík norður þegar Jósteinn Sófaníasson nokkur keypti hann. Upphaflega var bíllinn vínrauður en Örnólfur tók hann í gegn 1972, setti nýja sílsa og sprautaði hann. (ekkert notaður eftir það) Vélin er 6 cyl, tveggja hólfa blöndungur ásamt 4 gíra beinskiptum kassa, skiptur í stýri. Ástand bílsins er ágætt, lítið ryð og virðist bíllinnn vera ágætt eintak til uppgerðar. Örnólfur átti annan eins bíl, bláan sem bar númerið A-3118. Þann bíl reif Örnólfur og á talsvert dót úr honum í geymslu. Bíllinn hefur ekki verið settur í gang í um 5 ár, en þar áður var hann alltaf hreyfður 2-3 á ári. Bíllinn er ekki falur.

 

 

Myndin er tekin í iðnaðarhverfi í Garðabæ í janúar 2003 Myndin er tekin í iðnaðarhverfi í Garðabæ í janúar 2003 Myndin er tekin í iðnaðarhverfi í Garðabæ í janúar 2003

Tegund

220

Árgerð

 

Eigandi

 

Aðrar upplýsingar

 

 

 

Myndin er tekin á Esjumel í janúar 2007 Myndin er tekin á Esjumel í janúar 2007 Myndin er tekin á Esjumel í janúar 2007

Tegund

220

Árgerð

195?

Eigandi

Hinrik & Helgi

Aðrar upplýsingar

[Janúar 2007] Þessi bíll birtist allt í einu fyrir utan bílageymslur Hinriks og Helga á Esjumel í janúar 2007. Ekkert er vitað meira um bílinn.

 

 

Myndin er tekin í ruslageymslu í Esjumel í september 2003

Tegund

220S

Árgerð

1957

Eigandi

Hinrik Thorarensen og Helgi Magnússon
Þórarinn J Jónsson
Erlingur Ólafsson

Aðrar upplýsingar

 

 

 

Myndin er tekin á Akureyri

Tegund

220

Árgerð

 

Eigandi

 

Aðrar upplýsingar

[Nóvember 2008] Staðsettur á Akureyri

 

 

Myndin er tekin á landsmóti Fornbílaklúbbsins 2006 Myndin er tekin á landsmóti Fornbílaklúbbsins 2006 Myndin er tekin í bílskúr fyrrverandi eiganda

Tegund

220S Coupe

Árgerð

1957

Eigandi

Rúnar Sigurjónsson

Aðrar upplýsingar

Hér er á ferðinni virkilega sjaldgæfur bíll. Það var í október árið 1956 að coupe 220S bílarnir frá Mercedes-Benz litu fyrst dagsins ljós og þá höfðu eingöngu örfá eintök verið smíðuð sem formlega áttu að fara í sölu í upphafi árs 1957. Blæjuútgafan hafði þá verið í smíðum síðan í júlí sama ár. Eftir því sem komist er næst er þessi bifreið eitt af þeim kynningareintökum sem smíðuð voru 1956. Tölur um fjölda smíðaðra bíla þetta ár eru ekki nægilega vel þekktar að öðru leiti en 297 eintök af bæði blæju og coupe útgáfunni voru smíðuð þetta ár, en líkum má að því geta að um 50-60 eintök af coupe hafi því verið að ræða. Í heildina voru eingöngu 2081 eintak framleitt af coupe boddyinu, ýmist sem 220S eða 220SE. Þar af voru 1251 af svona 220S coupe. Heildarframleiðsla blæjubílanna var svo 3290 eintök og því aðeins framleidd 5371 ökutæki þessarar gerðar, blæju eða coupe. Seinustu eintök þessara bíla voru framleidd árið 1960.

Saga þessa bíls er ekki gjörþekkt af núverandi eiganda, annað en það að hann kom sennilega til Íslands árið 1962 eða 63, en fyrir honum fékst ekki innflutningsleyfi og því endaði hann á uppboði í Tívolíportinu árið 1963. Sá sem keypti bílinn þar og var fyrsti eigandi hér á landi var Ketill nokkur Axelsson, eigandi verslunarinnar London. Síðar eignaðist sonur hans Axel Ketilsson bílinn. Um 1970 fór þessi bíll hinsvegar eitthvað að ganga manna á milli, en endaði loks í eigu Elíasar R Gissurarsonar árið 1975. Elías setti bílinn í geymslu í því ástandi sem hann er í dag og varveitti hann vel. Það má því með sanni segja að hann hafi bjargað þessum bíl frá örlögum flestra bíla hér á landi, en það var nánast viðtekin venja þjóðfélagsþegna okkar að nýta út úr ökutækjum til fulls og farga þeim svo hversu merkilegir sem þeir væru. Virðing fyrir merkilegum fortíðargripum var fáheyrð á þeim árum. Elías seldi loks bróður sínum, Hákoni, bílinn á vordögum 2006. Hákon ætlaði sér að gera bílinn upp en ákvað að það færi betur á að það yrði gert af mönnum sem vanir væru slíku og þyrftu ekki að kaupa alla vinnu við það af öðrum. Hann seldi því núverandi eiganda bílinn sumarið 2006. Nú þegar er uppgerð þessa bíls hafin með skipulagningu og öflun varahluta i bílinn og ljóst má þykja að henni lokinni verður þessi mubla einn af glæsilegustu og merkilegustu fornbílum á Íslandi. Merkilegast af öllu þó er að svona sjaldgæfur bíll skuli hafa verðveist hér á landi.

Heimasíða www.stjarna.is/1956

Þeir sem hugsanlega þekkja betur til sögu bílsins, eða eitthverra ágripa af henni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við eiganda með tölvupósti runar@stjarna.is eða í síma 897-8597