Forsíða


Nýjar myndir


Elstu bílarnir


170/220


190SL/300SL/300


Ponton


Pagoda


Heckflosse


W108/W109


W114/W115


W107


W116

170 (1946 - 1955)170V, 170Va, 170Vb, 170S, 170S-V, 170D, 170Da, 170Db, 170S-D (W136)

   

Myndin er tekin í apríl 2006 af Óla Kol Myndin er tekin í apríl 2006 af Óla Kol Myndin er tekin í apríl 2006 af Óla Kol Myndin er tekin í apríl 2006 af Óla Kol Myndin er tekin í apríl 2006 af Óla Kol

Tegund

170V

Árgerð

1936

Eigandi

Sæmundur Sigmundsson

Aðrar upplýsingar

[Apríl 2006] Þessi bíll var að koma til landsins núna fyrir páska. Þetta virðist vera mjög fallegur bíll af myndunum að dæma og gaman að fá einn svona gamlan með blæju til landsins. Auk þess er þetta elsti Benzinn á landinu og sá eini frá því fyrir seinna stríð. Það er Sæmundur Sigmundsson fyrrverandi sérleyfishafi á Borganesi sem var að flytja þennan bíl til landsins.
 

   

Myndin er tekin á Þingvöllum í ágúst 2003 Myndin er tekin á Þingvöllum í ágúst 2003

Tegund

170S

Árgerð

1950

Eigandi

Haukur Snorrason og Jón K. Snorrason

Aðrar upplýsingar

[Mai 2003] Bíllinn er nýinnfluttur frá Svíþjóð og er í byrjun maí ekki enn kominn á númer. Þessi bíll var auglýstur til sölu fyrir skemmstu í sænskri útgáfu af "Classic Motor".
 

   

Myndin er tekin í bílskúr eiganda í janúar 2007 Myndin er tekin í bílskúr eiganda í janúar 2007 Myndin er tekin í bílskúr eiganda í janúar 2007

Tegund

170Sb

Árgerð

1952

Eigandi

Þór Harðarson og Andri Þórsson

Aðrar upplýsingar

[Janúar 2007] Þessi bíll var fluttur inn af þeim feðgum frá Bandaríkjunum sumarið 2006.


220 (1951 - 1956)220 (W187)

220A (W180)


    

Mynd: Í bílageymslum Fornbílaklúbbsins í ágúst 2001 Mynd: Í bílageymslum Fornbílaklúbbsins í ágúst 2001

Tegund

220

Árgerð

1951

Eigandi

Guðmundur Gunnarsson

Aðrar upplýsingar

Bíllinn er geymdur í bílageymslum Fornbílaklúbbsins við Esjumel. Hann er í uppgerð, en ekkert hefur verið unnið í bílnum í nokkur ár.


   

Myndin er tekin við heimili eiganda í Breiðagerði í desember 2002 Myndin er tekin við heimili eiganda í Breiðagerði í desember 2002 Myndin er tekin við heimili eiganda í Breiðagerði í desember 2002

Tegund

220

Árgerð

1952

Eigandi

Ágúst Ásgeirsson

Aðrar upplýsingar

Bíllinn stendur úti við heimili eiganda og hefur gert það síðan í haust (2002). Hann er orðinn frekar dapur í útliti, en samt heillegur og á númerum. Vonandi sér eigandi bílsins sér fært að koma honum undir þurrt þak áður en hann nær að verða fyrir skemmdum. Óstaðfest er að eigandinn ætli að taka bílinn bráðlega til enduruppgerðar.

 

   

Myndin er blaðaúrklippu af Björgvini B. Úr Morgunblaðinu september 1996 Úr Morgunblaðinu í ágúst 1997

Tegund

220

Árgerð

1952

Eigandi

Jón Sæmundur Sigurjónsson
Sigurjón Sæmundsson

Aðrar upplýsingar

[Nóvember 2008] Bíllinn var í eigu Sigurjóns Sæmundssonar prentsmiðjustóra á Siglufirði, en er nú í eigu sonar hans Jóns Sæmunds. Bíllinn var gerður upp á árunum 1991-1997 af Þorvaldi G. Óskarssyni bifvélavirkja á Sleitustöðum.

 

   

Tegund

220

Árgerð

1953

Eigandi

Þórður Sveinsson

Aðrar upplýsingar

Þessi bíll var upphaflega í eigu þýska sendiráðsins í Reykjavík en þvældist víða eftir það. Hann var orðinn mjög tæpur þegar núverandi eigandi eignaðist hann fyrir tæpum 20 árum og gerði upp..


    

Mynd: Hafralækur 2005 Mynd: Hafralækur 2005 Mynd: Hafralækur 2005 

Tegund

220

Árgerð

195?

Eigandi

Ásgrímur Þórhallsson

Aðrar upplýsingar

Bíllinn er staðsettur að Hafralæk.